Færsluflokkur: Bloggar
11.6.2007 | 11:45
Dalvíkin er draumablá...
já það er alveg óhætt að segja að nú sé komið sumar hér norðan heiða á Dalvík er búið að vera frábært veður og ekki er það slæmt, menn tala samt um að það eigi eftir að kólna enn ég vona að sjálfsögðu að það kólni ekki mikið, fólk er byrjað á sólpöllum og lagfæringum á húsum sínum og allir með tímarammann "þetta verður að vera klárt fyrir fiskidaginn mikla" fólk atlar að vera búið að öllu fyrir þann tíma sem er að vissuleyit frábært þetta hvetur fólk áfram til að gera eithvað við húsin sín og garða.
enn í dag á hann Magni frændi minn tvítugs afmæli og óska ég honum til hamingju með það og bið alla að senda honum sms.
við vinirnir stefnum á útilegu næstu helgi hér norðan til áfangastaður er ekki ákveðinn enn, en hann mun koma í ljós. vonandi verður heitt og gott veður þar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 13:10
Dingdávei,dingdávaa
Var að keppa í golfi í gær og sólbrann útaf hitanum hér á heimaslóðum. enn það er ekki aðalatriðið. flott hjá handboltastrákunum að tapa bara einu marki á gjörmsamlega glötuðum heimavelli. í serbíu þannig að flott hjá þeim. lenti í því í gær að fólk hélt virkilega að ég væri með brúnkukrem og er það alveg glatað. þar sem að brúnkukrem er verkfæri...djö+++++++++ og ég hef aldrei og mun aldrei nota svoleiðis. takk fyrir skrifa aftur fljótlega. bæó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 13:51
þjóðarstoltið...
þjóðarstoltið mitt er sært ekki vegna þess að við töpuðum heldur vegna þess hvernig mark númer 5 var.. og að Eyjólfur skildi virkilega segja að það hafi verið margt gott í þessu sá bara ekkert gott í þessu... að tapa 5-0 er aldrei gott að láta skora mark hjá sér sem sýnt verður um allan heim er ekki gott. T.d. gæti ég hitt einhvern útlending og hann myndi segja "Yes youre from iceland they scored the funnyest goal i have ever seen when the defender send to the sweden Attacker ånd he put it the nett for fun but the refferee made it a goal HEHEHE" ég á pottþétt eftir að lenda í þessu þvílíkur aularbárðar eins og þeir voru nú góðir með sýnum félagsliðum. Áfram Ísland
svo ákváðum við vinirnir að ætla horfa á ísland-serbíu í handboltanum ég meina serbía búnað vinna júróvision og þjóarstoltið er mjög hátt ;) NEI þá ákvað RUV að sýna leikinn ekki beint útaf fréttum þvílíkir apaheilar geta þeir ekki bara sagt tvennar á morgun í staðinn fyrir þessar einu sem þeir sleppa ég get líka sagt þær. hér koma fréttirnar í staðinn fyrir þær: BOMM BOMM(stef) í fréttum er þetta helst: stór sprengja varð 3 að bana í írak í dag"bommbomm"framsóknarmenn mótmæla því sem sjálfstæðið segir"bommbomm"múktatar al saddar ráðin af dögum fyrir stríðsglæpi"bommbomm" Eyjólfur Sverrison sagði í dag af sér landsliðsþjálfarastöðunnui í knattspyrnu,"bommbomm" veðrið: sól og blíða fyrir norðan og austan rigning og rok fyrir sunnan og vestan, takk fyrir.
þá gætu allir bara horft á handboltann og þeir sem tuða þá eru fréttirnar um reykjavík á stöð 2.
takk fyrir i dag gleðigleði....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2007 | 14:52
Eyjólfur Æ góði besti gættu nú að þér....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 15:17
Gef Ekki Kost á mér í Landsliðið....
Góðan Daginn á þessum fallega sumardegi.... u.m.þ.b. 20g hiti þar sem ég sit á pallinum hjá tengdó og skrifa þessar pælingar ég er búnað ákveða að í fríinu mínu í sumar ætla ég að blogga 5 sinnum í viku hvorku meira né minna það verða eflaust ekki löng blogg alltaf enn samt....
Jæja nú tókst einum Dönskum manni sem býr í svíþjóða að eyðileggja topp knattspyrnuleik fyrir dönum með því að vera búnað drekka einum of marga Carlsberg og finnast það afbragðshugmynd að ráðast á þýska dómara leiksins milli Svíðþjóðar og Danmerkur frábær nágrannaslagur sem endaði sviplega fyrir þessa menn, enn svona er lífið enn svona er EKKI fótboltinn...það er nokkuð ljóst...
Íslenska kallalandsliðið gerði það nú frábært og rétt svo marði jafntefli gegn firrnasterku liði Lichtensteina eins og Samúel Örn lýsti þeim á RUV get nú ekki verið sammála honum þar sem mér fannst þetta leikur 2 ARFASLAKRA liða sem hvorugt á skilið að vera einu sinni í þessari keppni við erum með leikmenn sem spila með Barcelona, Reading, Valerenga og fleirum sterkum klúbbum og að geta ekki rass í bala á móti leikmönnum úr annarri svissnesku deildinni SVISS??? já það eru deildir þar... þvílíkt rugl algjört andleisi og engin vilji til að standa sig fyrir land og þjóð ég man er sú var tíðin að mönnum þótti það heiður að vera kallaðir í landsliðið enn það er ekki að sjá að það sé enn T.D. Feitabollan úr KR sást ekki allann leikinn bara ekki neitt....og svona hefur hann verið síðan á móti Norður-írum úti einhverjar breytingar Takk á hópnum eða þjálfurum eða bara bæði...
einnig hneykslar mig að fréttamenn gera sér frétt úr því að Heiðar Helgusson vilji ekki gefa kost á sér í landsliðið ég meina ég skil hann vel...það er ekki það. Samt sem áður heldur fólk að það eigi rétt á því að vita hvaða persónulegu ástæður hann hefur til að vilja ekki spila með landsliðinu. Fólki kemur það bara ekkert við ég meina fótboltamenn eiga sér einkalíf eins og allir aðrir. Hann gat þess í greininni að allir sem gæfu ekki kost á sér í landsliðið ættu að gefa þjóðinni ástæðu.
Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost mér í Íslenska landsliðið í fótbolta ástæðan er sú að ég á ekki takkaskó eins og er og er engan veginn í leikformi enn vona samt að þjóðin skilji mína ákvörðun og virði hana seinna meir gæti það orðið svo að ég hafi vilji og löngun til að spila fyrir mína þjóð enn ekki núna að þessu sinni óska strákunum góðs gengis í Svíþjóð og reynið að tapa ekki með meira enn 4 mörkum Takk... Virðingarfyllst Friðjón Árni Sigurvinsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 18:37
Glaðheimar...
Hvað segja menn á þessum herranns degi nú þegar það er ca. sólahringur í að Eiríkur Hauksson hinn eini sanni stígi á svið í helsinki... ég vill meina að ég sé hans aðdþaendi númer eitt ekki bara útaf júróvision heldur bara gömlum slagörum og þeirri staðreynd að hann er eilífðar töffari...
að sama skapi styttist í kosningar á klakanum og er ég búnað fá allskyns rusl og drasl póst sem ég hef lítið með að gera t.d. fékk ég einhverskonar klút frá framsókn sem ég skildi ekki alveg tilgangin í þar sem þetta var ekki vasaklútur og ekki dúkur heldur einhverskonar gleraugna/myndavélalinsuhreinsibúnaður....þannig að ég skipti bara við fanney hún fékk yfirstrikunarpenna þannig að ég fékk hann í staðinn og ég ýmindaði mér hmm bara ef ég gæti bara strikað yfir framsókn..vonandi fara nú ekki 2 seinustu framsóknarmennirnir að gráta við þessi tíðindi. ekki það að hinir flokkarnir eru ekkert skárri bara þeir lofa allir og lofa og mér finnst ekkert breytast þeir breyta aldrei neinu sem almenningur vill breyta. enn nenni ekki að skrifa um pólitík.
smá saga úr vinnunni ég var að segja frá því að ég væri að fara til háls-nef og eyrnasérfræðings og þá segir Anna Lísa já ég átti nú vinkonu sem fór í Háls-Nef og Eyrnatöku og var allt önnur eftir það...HEHEHE Anna Lísa engri lík.... stemning þar...
enn nú styttist í æ meira í sumarið góða og vonandi kemur ekkert 22maí hret enda allir komnir í gírinn góða. reyndar tefst sumarið mitt aðeins þar sem ég verð að fara í hálskyrtlatöku í byrjun júní og þá skrifa ég bara get lítið talað stemning í því eða þannig....
getraun dagsins: hver sagði þessi fleygu orð ?? og af hverju???
"Hey er með byssu"
Bless
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 18:39
Vorið er komið og grundirnar gróa....
Góðan daginn nú er ég búnað vera í sólbaði í allan dag já og í gær líka yfir 20 stiga hiti hér á víkinni og hver þarf þá að fara til spánar búið er einnig að opna sumargrínin á golfvellinum á Dalvík(Svarfaðardal) og stefnt er á mót á þriðjudagin ætli maður verði ekki að vera með þrátt fyrir takmarkaða golf hæfileika eins og er, stefni nú á það að breyta því til batnaðar í sumar ef tími gefst nú styttist í seinasta vetrar hret og hlýtur það að koma fyrir rest enda er það óhemja að það sé yfir 20gráður hiti í apríl enn svona er nú norðurlandið ágætt og telja gárungar að þetta sé þráðbein afleiðing af gróðurhúsaáhrifunum margfrægu. enn gaman að þessu golf í apríl á norðurlandi það eru nú ekki nema 5 ár frá því að það var hægt að fara á snjósleða á þessum tíma hér enn nú er allt grænt...SNILLD...nema fyrir snjósleða fólk sorry....
ætla aftur út á pallinn og njóta þess að sólin sé að setjast....
EL DORO
P.S. nýtt lag frá liverpool aðdáendum...
its only on loan,
its only on loan, its only on loan
in athens greece
we´ll bring it back home
Snilld....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 11:08
Dalvíkingurinn....
Magnað að enn einn Dalvíkingingurinn sýni yfirburði á sviði alþjóðar til hamingju með þetta Eyþór.
Verkmenntaskólinn á Akureyri vann Söngkeppni framhaldsskólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 12:02
Landsbyggðin Ekki á ÍSLANDI???
Jæja nú er páskaeggjahátíðin mikla genginn úr garði og börnin öll að ná sér niður af sykurneyslunni. róleg helgi held ég allavega hjá flestum nema kanske Ömmu. Enn maður er búnað fá ársskammtinn af súkkulaði og Lambakjöti eða kanski lambinu þangað til að þessi nýji snjór er farinn og maður fer að grilla enn það er nú bara stemning. enn mér fannst nú mikið il koma um daginn (langt síðan ég bloggaði síðast) þegar ég var nú að keyra í átt að höfuðstað norðurlands Dalvík þá heyrði ég í útvarpinu á BYLGJUNNI "já loksins búið að opna í Bláfjöllum jújú alltígóðu með það enn svo kom loksins kominn snjór á ÍSLANDI já og LOKSINS hægt að fara á skíði á ÍSLANDI" er ekki alltílagi þarna í borg óttans við á landsbyggðinni erum hluti af Íslandi enda búið að vera snjór hjá okkur síðan í nóvember og opið í fjallinu líka síðan þá enn auðvitað heldur meirihluti höfuðborgarsvæðisins að þeir séu nafli alheimsins bara útaf því að þeir eiga rauð ljós á gatnamótum og fullt af snobbuðum forstjórum þá er þetta bara eini staðurinn á landinu. svo við höfum það á hreinu þá eigum við stærsta frystihús á landinu, eigum við þá ekki bara að láta eins og við séum ein í heiminum ?? enn þetta hefur verið að hrjá mig undanfarið þessi skipting á "landsbyggðarpakki" og svo "höfuðborgarsvæðinu" flest allar fréttir á annari stöðinni eru bara úr borginni Siggi Stormur spáir bara veðrinu fyrir Höfuðborgina og þetta er allt eins enn ætla nú ekki að tuða meira þetta hefur bara alltaf verið svona og við á landsbyggðinni verðum nú bara að sætta okkur við það...
bæ í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 18:18
Hellú!!!!
Góðan Og blessaðan Langt síðan síðast þannig er að ég skrapp til Liverpool og fór þar á 2 þrusuleiki við man utd sem tapaðist grátlega og svo skellti ég mér á liverpool-barcelona, og sá Eið Smára færa góðgerðamálum milljón kall, sem er að sjálfsögðu jákvætt í ljósi þess að Liverpool komst áfram :) enn þannig er staðan núna að það styttist í landsæfingu og verður spennandi að koma á Vík í Mýrdal sem er nú svo sem ekkert í næsta bæ. Ég og fanney mín búum núna hjá Hotel Tengdó og ekki er það nú slæm vist höfum það nokkuð gott enn ég ákvað að skrifa ekki ferðasöguna hér heldur frekar henda inn einhverjum myndum úr ferðinni ef þeir félagar sem ég var með þarna úti ratar óvart hér inn þá vill ég þakka þeim fyrir hreint út sagt frábæra ferð. algjörlega prizeless eins og mastercard segir enn núna er bara draumaúrslitaleikur Liverpool-Man Utd í Athenu að sjálfsögðu það yrði nú gaman.
enn ég bið að heilsa í bili reyni að rífa mig yfir einhverjum málefnum fljótlega enn kemur í ljós.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Félagar
nokkrir góðir úr blogg heiminum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar